Nýr framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.
Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. og tekur við starfinu 1. september næstkomandi. Bjarki er byggingartæknifræðingur að mennt og hefur átta ára starfsreynslu við byggingarstörf og margra ára starfsreynslu sem tæknimaður á sviði byggingarframkvæmda. Bjarki hefur undanfarið starfað sem gæða- og verkefnisstjóri hjá fyrirtækinu HBH framkvæmdir ehf. en lengst af sem verkefnisstjóri hjá Línuhönnun hf. Bjarki hefur einnig starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarki er 39 ára gamall. Hann er kvæntur Kristínu Lilju Karlsdóttur og saman eiga þau 3 börn.
Með ráðningu Bjarka mun Stefán Jónsson sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra fasteignasviðs frá árinu 2002 færa sig til í starfi og taka við starfi aðstoðarmanns forstjóra. Stefán mun sjá um ýmiss verkefni sem falla ekki beint undir hin ýmsu svið fyrirtækisins, svo sem samskipti við opinbera aðila og mál er varða flugvernd og flugöryggi.
Mynd: Bjarki Guðmundsson
Með ráðningu Bjarka mun Stefán Jónsson sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra fasteignasviðs frá árinu 2002 færa sig til í starfi og taka við starfi aðstoðarmanns forstjóra. Stefán mun sjá um ýmiss verkefni sem falla ekki beint undir hin ýmsu svið fyrirtækisins, svo sem samskipti við opinbera aðila og mál er varða flugvernd og flugöryggi.
Mynd: Bjarki Guðmundsson