Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:55

NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI BÍLABÚÐARINNAR: ALHLIÐA ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAEIGENDUR

Bílabúðin í Grófinni 8, keypti nýlega bifreiðaverkstæðið sem er í sama húsi og var áður í eigu Birgis Guðnasonar. Eigendur þessa nýja hlutafélags, sem stofnað var í apríl á þessu ári, eru Birgir Guðnason, Stapafell, Orka og Snorri Guðmundsson. Benjamín Ísaksson er nýráðinn framkvæmdastjóri verslunar og verkstæðis Bílabúðarinnar. Hann starfaði í mörg ár sem verslunarstjóri hjá KRAFT hf. sem er með umboð fyrir MAN vörubíla. Hraðari þjónusta Benjamín sagði að með því að kaupa verkstæðið þá gæti fyrirtækið boðið upp á mun betri og hraðari þjónustu en áður. „Við erum með stóran og góðan lager og einnig getum við sérpantað varahluti úr bænum. Ef fólk kemur fyrir hádegi þá fær það hlutinn samdægurs”, sagði Benjamín og bætti við að þeir myndu leggja áherslu á bremsuviðgerðir. Allt á sama stað Hann sagði að þjónustan væri einnig mun víðtækari heldur en áður því nú fengi fólk allt á sama stað; smurningu, varahluti og ýmislegt annað í bílinn auk þess sæju þeir um allar almennar bílaviðgerðir. „Við erum komnir með þjónustuumboð fyrir Suzuki, Bifreiðar og Landbúnaðarvélar, Hondu og frá Bílabúð Benna”, sagði Benjamín. Fullkomið málningaborð Í versluninnni er einnig fullkomið málningaborð, og þar er hægt að láta blanda fyrir sig lökk í öllum regnbogans litum. Ef þess er óskað láta starfsmenn verslunarinnar lökkin á úðabrúsa fyrir viðskiptavini. Benjamín segir að bæjarbúa hafi tekið þessum breytingum vel og að fyrirtækið sé á uppleið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024