Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr eigandi tekur við verslun Fiskisögu
Fimmtudagur 2. apríl 2009 kl. 10:25

Nýr eigandi tekur við verslun Fiskisögu


Eigendaskipti hafa orðið á verslun Fiskisögu á Fitjum og tekur nýr eigandi formlega við rekstrinum í dag. Valdimar Sveinsson er nýr eigandi verslunarinnar sem heitir ekki lengur Fiskisaga heldur Haf og hagi.

Valdimar er matreiðslumaður með víðtæka reynslu en hann starfaði hjá Fiskisögu, sem býður upp á ferskmeti bæði í kjöti og fiski.  Fyrirtækið hugðist loka verslun sinni á Fitjum en Valdimar ákvað stökkva í stað þess að hrökkva og taka reksturinn yfir.
Valdimar segir það ótækt að líklega hefði þá engin verslun á svæðinu lengur boðið ferskt kjöt og fisk úr borði  því til standi að breyta verslun Samkaupa í Nettó og þar með hverfi kjötborðið.
„Ég mun kappkosta við að kaupa allt hráefni í heimabyggð og leggja metnað í að bjóða gott hráefni, sanngjarnt verð og persónulega þjónustu,“ segir Valdimar. Hann fullyrðir að vorið sé á næsta leiti og því ætlar verslunin að bjóða upp á spennandi tilboð á freistandi grillkjöti auk annara tilboða í tilefni af þessum breytingum.

Opnunartími verður sami og áður nema að nú verður einnig opið á laugardögum frá kl. 12-16.
----

VFmynd/elg - Valdimar Sveinsson býður viðskiptavinum gott úrval af fersku kjöti og fiski.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024