Nýr Blue Lagoon þörungamaski á markað
Nýr Blue Lagoon þörungamaski „Algae Mask“ er kominn á markað. Maskinn nærir, lyftir og veitir húðinni aukinn ljóma. Hann hentar öllum húðgerðum og vinnur á áhrifaríkan hátt gegn streitu og öldrunareinkennum. Inniheldur eingöngu náttúruleg virk Blue Lagoon efni og sérvalin virk efni úr plöntu- og jurtaríkinu.
Maskinn byggir á háþróaðri formúlu með virkum Blue Lagoon efnum: þörungum, steinefnum um og kísil. Rannsóknir sýna að þörungarnir draga úr öldrun húðarinnar með því að efla kollagenbúskap hennar og styrkja efsta varnarlag húðarinnar. Bláa Lónið leggur áherslu á að nota náttúruleg efni úr plöntu- og jurtaríkinu. Maskinn inniheldur nærandi lífræna kvöldvorrósarolíu og jojoba olíur og blöndu af plöntuolíum auk náttúrlegra rakagefandi efna og andoxunarefna sem verja húðina. Náttúruleg hveiti prótein lyfta húðinni og draga úr sýnileika á hrukkum á skjótvirkan hátt. Maskinn inniheldur engin erfðabreytt efni og er án parabena.
Tuttugu íslenskar konur tóku þátt í neytendaprófi og voru niðurstöður þeirra afar jákvæðar.
Maskinn er spennandi nýjung í Blue Lagoon húðvörulínunni og hefur vörunnar verið beðið með eftirvæntingu. Jákvæð áhrif Bláa Lónsins á húðina hafa verið þekkt allt frá því að fólk hóf að baða í Bláa Lóninu. Áhrif kísilsins á húðina eru þekkt og þá töluðu þeir sem fyrstir voru til að baða í Lóninu eftir myndun þess einnig um það að áhrifin væru enn betri ef sjá mátti grænan lit í kíslinum. Rannsóknir leiddu síðar í ljós að þarna voru á ferðinni sjaldgæfar þörungategundir sem hafa virkni gegn öldrun húðarinnar. Rannsóknir leiddu til þróunar á þörungamaska sem eingöngu var fáanlegur fyrir spa gesti Bláa Lónsins og er hann afhentur frosinn í Lóninu sjálfu. Maskinn sló í gegn á meðal viðskiptavina og því var ákveðið að þróa þörungamaska til nota heima fyrir.
Maskinn kemur í fallegri 50 ml krukku. Sérstakur spaði fylgir með til að skammta maskann. Maskinn verður einnig fáanlegur í 10ml bréfum sem handhægt er að taka með sér á ferðalögum.
Umhverfisvænar framleiðsluaðferðir
Blue Lagoon þörungarnir sem þörungamaskinn byggir á eru ræktaðir í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í lokuðu vistkerfi. Allar framleiðsluaðferðir eru grænar og umhverfivænar. Þörungarnir eru m.a. ræktaðir með koldíoxíð frá orkuveri HS Orku hf í Svartsengi og með því móti dregur Bláa Lónið úr losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið.
Blue Lagoon húðvörurnar byggja á jarðsjó Bláa Lónsins og náttúrulegum virkum efnum hans; kísil, steinefnum og þörungum. Fyrstu vörurnar komu á markað árið 1995 og er húðvörulínan afrakstur stöðugs rannsókna- og þróunarstarfs. Vörulínan telur 28 vörutegundir fyrir andlit og líkama auk sérhæfðra vara fyrir spa og snyrtistofur.
Blue Lagoon húðvörurnar eru fáanlegar í verslunum Bláa Lónsins í Blue Lagoon Spa, Flugstöðinni, Blue Lagoon Spa í Álfheimum, Reykjavík og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15.
Öll vörulínan er einnig fáanleg í netverslun Bláa Lónsins á www.bluelagoon.is og www.bluelagoon.com. Vörurnar eru einnig fáanlegar í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og í Smáralind . Þær eru einnig seldar völdum apótekum Lyfju og Lyf og Heilsu. Valdar vörur eru fáanlegar í komufríhöfninni og einnig um borð í vélum Icelandair og Iceland Express.