Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýjar verslanir í Leifsstöð þegar starfsemi Íslensks markaðs verður lögð niður
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 10:41

Nýjar verslanir í Leifsstöð þegar starfsemi Íslensks markaðs verður lögð niður

Val á nýjum aðilum til að reka verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú á lokastigi og á næstu vikum verður gengið frá samningum við 10 til 12 nýja verslunarrekendur að því segir í tilkynningu frá rekstrarfélagi flugstöðvarinnar. Síðastliðið haust fór fram forval meðal tæplega 60 umsækjenda sem sóttu um að hefja verslunarrekstur í flugstöðinni.

Nú er unnið að stækkun flugstöðvarinnar og er stefnt að því að henni ljúki vorið 2006 og munu þá flestar nýju verslanirnar hefja rekstur á svæðinu um leið og verslun með þá vöruflokka sem Íslenskur markaður er með í dag færist til nýrra aðila. Starfsemi Íslensks markaðar verður þar með lögð niður.  

Mestar breytingar verða á verslunar- og þjónusturými á brottfararsvæði á annarri hæð. Meðal vöruflokka sem nýju verslanirnar munu hafa á boðstólum eru íslenskar ferðamannavörur, matvörur, bækur, blöð og tímarit, tískufatnaður, úr og skartgripir ásamt fleiri vöruflokkum. Þá verður gleraugnaverslun auk verslunar með sport- og útvistarvörur.

Markmið breytinganna er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024