Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sunnudagur 27. desember 1998 kl. 17:07

NÝJA BÍÓ - OPNAÐ Í KEFLAVÍK

„Ef Nýja Bíó hefði ekki verið til staðar hefði ekki orðið neitt Sambíó og annað sem á eftir hefur fylgt á höfuðborgarsvæðinu“ sagði Árni en Sam-fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg því frá opnun Bíóhallarinnar 1982. Í kjölfarið hóf fyrirtækið rekstur fleiri bíóa, eins og Bíóborgarinnar, Saga bíós, Kringlubíós, einnig stofnað Sam-myndbönd og Sam-fjölföldun. Allt saman tengt kvikmyndum á einn eða annan hátt. Nýjasta afurðin er reyndar á tónlistarsviðinu og heitir SAM-tónlist. Nýja Bíó var byggt 1947 af Eyjólfi Ásberg, afa Guðnýjar Ásberg, eiginkonu Árna Samúelssonar. Björn, faðir Guðnýjar, tók við af föður sínum og sá um reksturinn þar til Guðný, dóttir hans, og Árni Samúelsson tóku við rekstri bíósins árið 1967 og hefur það alla tíð síðan verið í eigu fjölskyldunnar. Árni segir að kvikmyndir hafi verið þeirra ær og kýr alla tíð. „Fjölskyldan hefur tekið mikinn þátt í þessu og þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Maður hittir mikið af fólki og þessi breyting hér á bíóinu í Keflavík kemur við hjartaræturnar í manni“. Breytingarnar á bíóinu eru miklar og þegar búið var að rífa og „tæta“ flest allt gamalt innan dyra og var bíóið nánast fokhelt á nýjan leik. Meðal þess sem hvarf voru svalirnar í sýningarsalnum. Um 250 sæti eru í honum og rúmgott milli sætaraða. Nýtt THX digital hljóðkerfi var tekið í notkun og sett upp nýtt sýningartjald en það stækkað um ríflega helming úr rúmum 20 fermetrum í um 50 fermetra og er tjaldið í Nýja bíó það stærsta, örlítið stærra en það stærsta í Sambíóunum í Reykjavík. Það eina sem er eftir úr „gamla“ Nýja bíói eru ljósakrónur í forsalnum. Bíóið verður formlega opnað á 2. í jólum og yfir hátíðirnar verða sýningar kl. 3, 5. 7 og 9. Jólabarnamyndin verður Mulan en fullorðnir fá myndina Rush hour. Þá verður myndin Snake eyes sýnd og stórmyndin Enemy of the state verður svo frumsýnd á Nýársdag. Lítill heimur Björn Árnason sem hafði yfirumsjón með breytingum á Nýja bíói vildi koma foreldrum sínum á óvart og „sendi þau í frí til Los Angeles í nóvember“, eins og hann orðaði það, og ætlaði að breyta bíóinu á meðan. Þetta skyldi verða jólagjöf þeirra systkina til foreldranna og átti ekki að segja þeim neitt og því síður sýna þeim fyrr en allt væri tilbúið. En heimurinn er lítil og þegar Árni var á göngu í L.A. hitti hann Keflvíking sem fór að spyrja hann um þessar miklu breytingar á bíóinu. Árni sagði náttúrlega ekkert vita en spurðist fyrir um málið í næsta símtali heim. Þá átti sonur hans Björn að hafa sagt að þetta væri þeirra leyndarmál og það yrði uppljóstrað fyrir jól. „Ég var nú öruggur á því að þetta myndi ekki fréttast en svona eru Keflvíkingar. Þeir eru alls staðar“. Myndin: Nú hafa svalirnar verið rifnar og á myndinni að neðan sést þegar búið var að slá ypp grindinni sem heldur uppi gólfinu í nýja salnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024