Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Nýir liðsmenn Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 24. september 2015 kl. 09:17

Nýir liðsmenn Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ

Tveir lögfræðingar munu hefja störf hjá Lögfræðistofu Suðurnesja á næstu dögum. Alls munu þá starfa sex lögfræðingar á stofunni.

Daníel Reynisson er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Daníel hefur starfað hjá Samgöngustofu frá árinu 2011. Lokaritgerð Daníels við lagadeild HÍ fjallaði um einelti meðal barna út frá sjónarhóli lögfræði og var hluti af þverfræðilegri rannsókn á vegum rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Riti, sem inniheldur samantekt og niðurstöður rannsóknarinnar, var dreift í alla grunnskóla landsins. Hann hefur flutt þó nokkra fyrirlestra um málefnið í kjölfar verkefnisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arna Björg Rúnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Arna lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2012, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2014 og löggildingu í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu árið 2015. Samhliða námi starfaði Arna hjá LOGOS lögmannsþjónustu og síðan sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árin 2011 - 2015.