Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 10. desember 2001 kl. 09:04

Nýir eigendur á Edilon

Ólöf Ólafsdóttir hefur tekið við rekstri hárgreiðslustofunni Edilon á Túngötu í Keflavík. Ólöf hefur mikla reynslu af þessum bransa en hún hefur unnið hér og þar á hárgreiðslustofum síðustu 8 árin þar af tvö ár hjá Jóa sem áður rak Edilon.
Viðtökurnar hafa verið góðar hjá viðskiptavinum Edilon og er nú þegar upppantað síðustu dagana fyrir jól að sögn Ólafar. „Það sem er helst í tísku núna eru strípur og tjásað hár eða frjálslega uppsett“, segir Ólöf. Stofan hefur nú fengið nýtt og breytt útlit en þrjár hárgreiðslukonur starfa á Edilon.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024