NÝ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ OPNUÐ Í KEFLAVÍK
Síminn hefur opnað nýja þjónustumiðstöð að Hafnargötu 40 í Keflavík eða gömlu símstöðinni.Þar er boðið upp á alla almenna símaþjónustu, gott úrval símbúnaðar og fylgihluta, auk þjónustu vegna símareikninga. Í tilefni af opnuninni eru tilboð á símbúnaði fyrstu vikuna.Þjónustustjóri Símans í Reykjanesbæ er Stefán Þór Sigurðsson en aðrir starfsmenn eru Stefán Kristinn Guðlaugsson og Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir.