NÝ SÓLBAÐSSTOFA OPNAR Í KJALLARA FLUG-HÓTELS
María Jóhannsdóttir hefur opnað glæsilega sólbaðsstofu í kjallara Flug Hótels. Þar eru tveir ljósabekkir, heitur pottur, gufubað og lítill tækjasalur. ,,Ætlunin er að fara inná ódýrari markað. Við bjóðum uppá 10 tíma ljósakort á 3000 kr. og innifalið í því er aðgangur að gufubaðinu, heita pottinum og tækjasalnum. Einnig geta hópar pantað tíma um helgar og farið í förðun, nudd og hárgreiðslu, látið dekra aðeins við sig áður en farið er út að skemmta sér”, sagði María að lokum. Sólbaðsstofan verður opin frá kl.10 til 22 alla daga.