Ný snyrtistofa opnar í Njarðvík
Lóa Bragadóttir snyrtifræðingur opnaði á dögunum nýja snyrtistofu að Starmóa 14 í Reykjanesbæ. Lóa segir að viðtökurnar hafi verið góðar, en hún býður upp á alla almenna snyrtingu og nýjung sem felst í SPA líkamsmeðferð:“SPA meðferðin er margþætt og m.a. býð ég upp á meðferð fyrir þreytta fætur, styrkjandi meðferð, grennandi meðferð, vatnslosunarmeðferð, rakameðferð og síðast en ekki síst slökunarmeðferð. SPA þýðir “fyrir líkama og sál" og innifalið í meðferðunum er líkamsskrúbb, nudd, aromaolíur og leirvatnsboð, en það er mismunandi hvað á við hverja meðferð," segir Lóa. SPA vörurnar eru unnar úr þörungum, sjávarsalti og fleiru sem tengist sjónum, en Lóa er fyrsti söluaðili SPA varanna á Íslandi, þó vörurnar hafi verið framleiddar í yfir 30 ár. Snyrtistofan Okkar er opin eftir samkomulagi.