Ný og stærri verslun Optical Studio í Leifsstöð
Optical Studio opnaði í vikunni nýja og glæsilega verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða verulega stækkun þar sem verslunarrýmið er fjórfaldað. Optical Studio, áður Gleraugnaverslun Keflavíkur, var fyrsta einkarekna verslunin sem hóf rekstur í flugstöðinni.
Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio, sagði mikið hafa breyst á þeim níu árum sem liðun eru síðan búin opnaði. Fyrst var búðin um 24 fermetrar en nú er hún rúmir 100 fermetrar. Gengið hefur verið ágætt að hans sögn og nú er svo komið að þjónustustig búðarinnar er með því besta sem þekkist.
Viðtal við Kjartan og svipmyndir frá opnuninni, má finna í VefTV Víkurfrétta og ljósmyndasafni hér til hægri á síðunni.
VF-mynd/Þorgils: Kjartan og Kristján, sonur hans og framkvæmdastjóri, við opnunina.