Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 18. apríl 2002 kl. 11:27

Ný leirvinnustofa og gallerý í Sandgerði

Leirlistakonan Adda Hafberg hefur opnað verslun með leirvörur sínar á vinnustofu sinni að Suðurgötu 20 í Sandgerði. Þar eru til sölu gjafavörur unnar í leir eins og t.d. vasar, skálar, leirmyndir og í raun allt milli himins og jarðar.Adda byrjaði að vinna í leir árið 1998 hjá Nýrri vídd í Sandgerði en á síðasta ári keypti hún leirbrennsluofn en hún flytur inn öll efni til vinnslunnar sjálf. Þá hefur Adda einnig sótt skóla í Danmörku. Adda sagðist vinna mikið eftir pöntun en þá sagðist hún þurfa meiri fyrirvara en einn til tvo daga og brosti.
Opið alla daga frá kl. 13.00 - 17.00 og eftir samkomulagi og fólki velkomið að koma í heimsókn.

Adda Hafborg
Suðurgötu 20 Sandgerði
Sími: 898-2117
e-mail: [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024