Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný heilsulind Hreyfingar og Bláa Lónsins í Glæsibæ
Sunnudagur 30. mars 2008 kl. 12:39

Ný heilsulind Hreyfingar og Bláa Lónsins í Glæsibæ

Fjölmenni var við formlega opnun nýrrar heilsulindar Hreyfingar og Blue Lagoon spa í gær. Opnunin var haldin í nýju og glæsilegu húsnæði að Álfheimum 74, Glæsibæ, í Reykjavík.


Heilsulindin hóf starfsemi í upphafi þessar árs og hefur hún hlotið góðar viðtökur að því er fram kemur á vef Bláa Lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þar segir aukinheldur: „Heilsulindin er hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en fyrirhugað er að opna Blue Lagoon spa staði erlendis. Fram til þessa hafa spa-meðferðir með einstökum virkum efnum Bláa lónsins einungis verið í boði í Bláa lóninu í Grindavík.  Nýjungar og meðferðir sem ekki hafa verið í boði hér á landi áður eru fáanlegar í hinni nýju heilsulind. Má þar t.d. nefna fljótandi djúpslökun þar sem slökunin er slík að 50 mínútur eru taldar jafnast á við allt að 8 tíma svefn; orkugefandi og styrkjandi kísilmeðferð; nærandi þörungameðferð og  meðferð þar sem líkaminn er nuddaður með vikur úr hrauninu umhverfis Bláa lónið.“


Í heilsulindinni er veitingaaðstaða þar sem boðið er upp á úrval hollra veitinga.  Á skjólgóðu útisvæði eru heitir pottar bæði með ferskvatni og jarðsjó og gufuböð. Nálægðin við Laugardalinn býður upp á ýmsa útivistarmöguleika.

Af vef Bláa Lónsins