Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:58

NÝ FYRIRTÆKI Á SUÐURNESJUM

FISKKAUPAÞJÓNUSTAN EHF. Fiskkaupaþjónustan er nýtt fyrirtæki stofnað af Baldvini Gunnarssyni og Bergþóru Vilhelmsdóttur í Keflavík. Tilgangur félagsins er umboðsþjónusta fyrir fiskkaupendur á fiskmörkuðum, rekstrarþjónusta, bókhaldsþjónusta og fleira. STEINN EHF. Steinn ehf. er nafn á nýju fyrirtæki stofnuðu af fjórum einstaklingum á Suðurnesjum, þeim Grétari Mar Jónssyni, Kára Jónssyni, báðum úr Sandgerði, Hilmari Hjálmarssyni og Níels Vali Jónharðssyni úr Keflavík. Tilgangur félagsins er útgerð fiskiskipa, kaup og sala fiskiskipa og fleira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024