NÝ FYRIRTÆKI Á SUÐURNESJUM
FISKKAUPAÞJÓNUSTAN EHF.Fiskkaupaþjónustan er nýtt fyrirtæki stofnað af Baldvini Gunnarssyni og Bergþóru Vilhelmsdóttur í Keflavík. Tilgangur félagsins er umboðsþjónusta fyrir fiskkaupendur á fiskmörkuðum, rekstrarþjónusta, bókhaldsþjónusta og fleira.STEINN EHF.Steinn ehf. er nafn á nýju fyrirtæki stofnuðu af fjórum einstaklingum á Suðurnesjum, þeim Grétari Mar Jónssyni, Kára Jónssyni, báðum úr Sandgerði, Hilmari Hjálmarssyni og Níels Vali Jónharðssyni úr Keflavík. Tilgangur félagsins er útgerð fiskiskipa, kaup og sala fiskiskipa og fleira.