Ný Fraktmiðstöð á Keflavíkurflugvelli opnuð
Fjöldi fólks var viðstaddur formlega opnun nýju Fraktmiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Fraktmiðstöðin er 5000 fermetra bygging á þjónustusvæði Keflavíkurflugvallar, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nýja miðstöðin mun gjörbreyta allri aðstöðu til vöruflutninga en gert er ráð fyrir að húsið geti annað 45 þúsundum tonnum á ári.
Fraktmiðstöðin er 3500 fermetra vöruhús ásamt 1500 fermetra skristofuhúsnæði en húsnæðið bætir úr brýnni þörf og mun gjörbreyta allri aðstöðu til vöruflutninga með flugi. Reiknað er með að á fyrsta ári verði flutningur í gegnum húsið um 30 þúsund tonn, en gert er ráð fyrir að húsið geti annað allt að 45 þúsund tonnum. Þá er gert ráð fyrir stækkun um 4400 fermetra, með
viðbyggingu sem reisa má með skömmum fyrirvara.
Við opnunarathöfnina á fimmtudag kynntu Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Flugþjónustunnar á Keflavíkurvelli og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Flugleiða-Fraktar bygginguna og starfsemina fyrir gestum. Þá hélt Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra tölu um mikilvægi þjónustunnar.
Dótturfyrirtæki Flugleiða, Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, mun annast
rekstur hússins.
Fraktmiðstöðin er 3500 fermetra vöruhús ásamt 1500 fermetra skristofuhúsnæði en húsnæðið bætir úr brýnni þörf og mun gjörbreyta allri aðstöðu til vöruflutninga með flugi. Reiknað er með að á fyrsta ári verði flutningur í gegnum húsið um 30 þúsund tonn, en gert er ráð fyrir að húsið geti annað allt að 45 þúsund tonnum. Þá er gert ráð fyrir stækkun um 4400 fermetra, með
viðbyggingu sem reisa má með skömmum fyrirvara.
Við opnunarathöfnina á fimmtudag kynntu Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Flugþjónustunnar á Keflavíkurvelli og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Flugleiða-Fraktar bygginguna og starfsemina fyrir gestum. Þá hélt Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra tölu um mikilvægi þjónustunnar.
Dótturfyrirtæki Flugleiða, Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, mun annast
rekstur hússins.