Ný breiðþota Loftleiða Icelandic í sína fyrstu ferð
Fyrsta Boeing 767-300ER-breiðþota Loftleiða Icelandic, dótturfyrirtækis Flugleiða, fer í sitt fyrsta verkefni með morgninum þegar flogið verður með á þriðja hundrað farþega til sólarlanda. Nýja Boeing 767 þotan er fyrsta breiðþota í flugflota Flugleiðasamsteypunnar síðan félagið rak þotu af gerðinni DC-10 í lok áttunda áratugarins.Vélin mun taka 247 farþega en tæknilega eru Boeing 767 mjög líkar þeim fjórum Boeing 757-þotum sem Loftleiðir Icelandic hefur til umráða um þessar mundir og falla því vel að öðrum flugrekstri Icelandair sem annast flugrekstur Loftleiða Icelandic líkt og allan annan flugrekstur innan Flugleiðasamsteypunnar.
Breiðþotan verður fyrst í stað nýtt í verkefni fyrir portúgalska flugfélagið Yes og mun annast flug milli Portúgals og ýmissa staða í Suður-Ameríku, auk þess sem vélin verður notuð í beint flug milli Japans og Íslands nk. haust.
Loftleiðir Icelandic hóf starfsemi 1. janúar 2002 og hefur milligöngu um leiguverkefni fyrir aðila í Evrópu og Norður-Ameríku með fjórum Boeing 757-flugvélum auk einnar Boeing 767-300-breiðþotu.
Félagið er eitt ellefu systurfyrirtækja í Flugleiðasamsteypunni.
Breiðþotan verður fyrst í stað nýtt í verkefni fyrir portúgalska flugfélagið Yes og mun annast flug milli Portúgals og ýmissa staða í Suður-Ameríku, auk þess sem vélin verður notuð í beint flug milli Japans og Íslands nk. haust.
Loftleiðir Icelandic hóf starfsemi 1. janúar 2002 og hefur milligöngu um leiguverkefni fyrir aðila í Evrópu og Norður-Ameríku með fjórum Boeing 757-flugvélum auk einnar Boeing 767-300-breiðþotu.
Félagið er eitt ellefu systurfyrirtækja í Flugleiðasamsteypunni.