Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný bókhaldsstofa og skóli í Grindavík
Mánudagur 4. október 2010 kl. 10:19

Ný bókhaldsstofa og skóli í Grindavík


Dóróthea Jónsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir opnuðu nýlega eigin rekstur að Gerðavöllum 17 í Grindavík. Þar reka þær almenna bókhaldsþjónustu auk skóla fyrir fólk í atvinnurekstri sem vill læra að færa bókhaldið á eigin spýtur. Fyrirtækið hefur fengið nafnið Control Alt.

Náminu í skólanum er ætlað að höfða til fólks atvinnurekstri sem vill læra almennt bókhald í því skyni að geta fært eigið bókhald og sparað þannig verulegar fjárhæðir í rekstarkostnað. Þær Guðbjörg og Dóróthea segja góðan jarðveg fyrir slíkt nám eftir hrunið þegar fyrirtækin þurftu að hagræða í rekstri og skera niður kostnað. Bókhaldið sé stór kostnaðarliður hjá mörgum.

„Fyrir litlar einingar getur þetta skipt sköpum í kostnaði þar sem hann er oft mikill í tölvum og bókhaldsforritum. Með því að færa bókhaldið sjálfur færðu auk þess allt aðra tilfinningu fyrir rekstri fyrirtækisins og betri yfirsýn,“ segja þær Dóróthea og Guðbjörg.

Guðbjörg er viðurkenndur bókari með hátt í tveggja áratuga reynslu við tölvu-, vélritunar- og bókhaldskennslu. Þá á hún að baki langa starfsreynslu við skrifstofustörf.
Dorótha er skrifstofustjóri hjá Nýfiski í Sandgerði og að baki langa reynslu á sama vettvangi og Guðbjörg.

Samhliða þessum rekstri rekur Guðbjörg fyrirtækið Ullmax á Íslandi,  fyrirtæki sem var upphaflega norskt en er í dag í eigu Svía.  Það þróar og framleiðir sport- og útivistarvöru sem ekki fæst í verslunum heldur er ætluð fyrir styrktarsölu og fjáröflun. Á norðurlöndunum hafa t.d. íþróttafélögin tekið að sér að selja vöruna og aflað þannig verulegra fjármuna til reksturs félaganna. Íþróttafélögin hér á landi eru sum farin að nýta sér þetta með góðum árangri.

VFmynd/elg - Dóróthea Jónsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir í vistlegum húsakynnum Control Alt í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024