Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Nútímafiskréttir fyrir nútímafólk
Þriðjudagur 4. maí 2004 kl. 09:19

Nútímafiskréttir fyrir nútímafólk

Ný fiskbúð hefur opnað í Reykjanesbæ en það er Fiskbúðin Vík og er til húsa þar sem verslunin Miðbæ var. Harpa Guðmundsdóttir, einn eigenda fiskbúðarinnar, segir að mikil þörf sé fyrir fiskbúð sem selur nútíma fiskrétti jafnt sem og hefðbundinn fisk og höfðað sé mikið til nútímafólks sem vill góðan og hollan rétt eldaðan á skömmum tíma. Fiskréttirnir eru tilbúnir og er hægt að setja í ofninn eða örbylgjuna en mikið úrval er af þessum réttum í fiskbúðinni, einnig eru til sölu hefðbundin fiskflök fyrir þá sem vilja fara gömlu góðu leiðina í eldamennskunni. Þrjár fjölskyldur standa að rekstrinum og eru framtíðarplönin meðal annars að vera með heitan rétt í hádeginu. Harpa vill koma á framfæri þökkum fyrir frábærar móttökur en það hefur víst nóg verið að gera síðan fiskbúðin opnaði þann 26. apríl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024