Norðuráli gert að borga HS Orku 175 milljónir í sekt
HS Orka hf. hefur nú fengið jákvæða niðurstöðu gerðardóms vegna deilu um magn orku sem Norðurál Grundartangi hefur keypt síðan 1. október 2011.
Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en greint er frá málinu á Vísi.is. Þar segir að samkvæmt úrskurðinum skal Norðurál Grundartangi greiða skaðabætur að upphæð rúmlega 1,4 milljónir dollara eða um 175 milljónir kr. sem eru fullar bætur fyrir þá orku sem álverið í Grundartanga tók ekki en var samningsbundin til að taka.
Þessi sala hefur verið tekjufærð mánaðarlega á tímabilinu og hefur því ekki áhrif á rekstrarafkomu. Úrskurðurinn leiðir einnig til þess að til slíkrar skerðingar getur ekki komið í framtíðinni.
Í framhaldi af þessari niðurstöðu gerðardóms hefur Orkuveita Reykjavíkur ákveðið að krefja Norðurál um 748 milljónir króna.