Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nikkel svæðið selt á 650 milljónir kr. - byggingarland fyrir 485 íbúðir
Séð yfir hluta svæðisins þar sem tæplega 500 íbúðir verða byggðar.
Mánudagur 9. janúar 2017 kl. 06:30

Nikkel svæðið selt á 650 milljónir kr. - byggingarland fyrir 485 íbúðir

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hefur keypt Miðland ehf. sem á land í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ, oft nefnt Nikkel svæðið, af Landsbankanum. BYGG átti hæsta tilboðið í félagið í opnu söluferli og greiddi 651 milljón kr. fyrir það.

Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu 300 íbúða á um 20 hektara skipulagssvæði samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og allt að 185 íbúðum til viðbótar ásamt atvinnuhúsnæði, á samtals um 14 hektara svæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfestingargetu. Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í seinni hlutanum sem lauk 30. nóvember. Afhending og greiðsla fyrir hlutaféð hefur farið fram, segir á heimasíðu Landsbankans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024