Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Netverslun eykst enn og Nettó bætir við starfsfólki
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 24. mars 2020 kl. 11:54

Netverslun eykst enn og Nettó bætir við starfsfólki

„Salan hefur margfaldast og álagið hefur verið það mikið að loka hefur þurft á netverslunina, því miður, á köflum. Netverslun á Suðurnesjum fór hægt af stað í byrjun enda stutt í næstu verslun en hefur aukist jafnt og þétt,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Nettó hefur ráðið inn á sjötta tug nýrra starfsmanna á landsvísu vegna mikillar eftirspurnar í netverslun fyrirtækisins. Þar á meðal hafa tuttugu bílstjórar verið ráðnir og yfir 10 nýir bílar keyptir til viðbótar við þá sem fyrir eru hjá fyrirtækinu aha, samstarfsaðila Nettó í netversluninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig eruð þið að gera þetta hér á Suðurnesjum og hvað eru margir starfsmenn að sinna þessu? 

„Viðskiptavinir panta í gegnum Netverslunarsíðuna okkar inn á www.netto.is. Við tökum til pöntunina og sendum SMS þegar hún er tilbúin. Hægt er að sækja í verslun eða fá heimsent tvisvar á dag, um helmingur fólks kýs að sækja í verslun. Við erum með um 10 starfsmenn í þessu núna en gerðum einnig samning við kvennalandsliðið í körfubolta um að aðstoða okkur í gegnum mesta álagið og hefur það samstarf gengið frábærlega.“ 

Gunnar sagði að verið væri að skoða að bjóða upp á heimsendingar til fleiri sveitarfélaga þar sem Nettó er með verslun, t.d. Grindavík.  Nýlega hóf Nettó að keyra út vörur í Borgarnesi og á Selfossi.

Nánar er rætt við Gunnar Egil í rafrænni útgáfu Víkurfrétta sem kemur út í þessari viku.