Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nettó opnar í þriggja mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli
Efri röð:  Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri verslunar-og mannauðssviðs, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri.
Neðri röð: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs, og Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó.
Miðvikudagur 3. júlí 2024 kl. 12:29

Nettó opnar í þriggja mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustunga fyrir byggingu Nettó á Aðaltorgi í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1.400 fermetrar og öll hin glæsilegasta en verslunin verður ein af svokölluðum grænum verslunum Nettó. Aðaltorg er nýtt verslunar- og þjónustutorg staðsett í þriggja mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og mun auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til eða frá landinu, jafnframt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nýja verslunin verður ein af grænu verslunum okkar en það þýðir að allt sorp verður flokkað, öll tæki sem þar má finna verða keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED lýsing er í versluninni og allir frystar og megnið af kælum eru lokaðir.“

Aðaltorg er eitt af áherslusvæðum K64. Þar er unnið með skipulagsmál nærsvæðis Keflavíkurflugvallar og byggðarlaganna á Suðurnesjum. Keflavíkurflugvöllur er vel tengdur alþjóðaflugvöllur og með vönduðu skipulagi getur hann orðið drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Staðsetningin á milli Evrópu og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og sérstaða Íslands eru þættir sem sérstaklega verður horft til við þróun Aðaltorgs.


Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin.