Nettó á Höfn opnar eftir miklar breytingar
Sannkölluð hátíð var hjá Nettó í gær en þá opnaði verslunin á Höfn aftur eftir stórfelldar endurbætur.
Húsnæðisþrengslin þar hafa varað í langan tíma og reynt mikið á starfsfólk verslunarinnar. Síðustu árin hefur umferð ferðamanna aukist og viðskiptavinum fjölgað til muna ekki síst yfir sumartímann. „Með breytingunum viljum við hjá Nettó gera betur í þjónustu við íbúa Hafnar og nærsveita,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Verslunin á Höfn er nú byggð upp í sama stíl og aðrar Nettó verslanir þar sem áfram er lögð áhersla á lágt verð, mikið og fjölbreytt vöruval. Samfélagsleg ábyrgð skipar stóran sess í starfsemi allra Nettó verslana um lallt land. Áhersla er lögð á flokkun á sorpi og reynt er eftir fremsta megni að nýta orku frá kælivélum til upphitunar verslunarhúsnæðis.
Í Nettó á Höfn verða sett glerlok á alla frysta en það eitt og sér leiðir til 40% sparnaðar á rafmagni. Einnig verður hitastig í þeim jafnara sem tryggir aukin gæði á vörum og dregur einnig úr rýrnun í verslun sem er afar jákvætt skref í rétta átt ef horft er til þess alþjóðlega vandamáls sem felst í sóun matvæla.
Á Höfn verður einnig sett upp rakakerfi í grænmetistorgi sem viðheldur betur ferskleika ávaxta og grænmetis. Vöruval í dagvöru verður áfram mikið og fjölbreytilegt sem og hefðbundin sérvara á góðu verði.
Sett verður upp „Bakað á staðnum“ sem slegið hefur í gegn í öllum Nettó verslunum, en með því býður Nettó mikil gæði , lág verð og öflug tilboð á fjölmörgum vörum. Í nýrri og endurbættri Nettó á Höfn verður einnig boðið uppá rjúkandi heitt kaffi, brauð smurt á staðnum ásamt heitu bakkelsi.
„Á tímum þegar verið er að loka verslunum eða draga úr þjónustu á landsbyggðinni heldur Nettó áfram að bæta í og gera betur. Framvegis verður opið alla sunnudaga í Nettó á Höfn með framúrskarandi þjónustu þess frábæra starfsfólks sem þar starfar.
Við breytingarnar mun verslun okkar á Höfn stækka um 200 fermetra og verður því í kringum eitt þúsund fermetrar þegar endurbótum líkur og staðsetning áfram á besta stað í bænum.
Nettó vill þakka viðskiptavinum sýnda þolinmæði á meðan breytingar hafa staðið yfir og frábæru starfsfólki Nettó fyrir að gera þessar breytingar að veruleika.,“ segir í tilkynningu frá Nettó.