Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 16. desember 2002 kl. 13:26

Netsamskipti fær fjarskiptaleyfi

Þann 4. desember síðastliðinn gaf Póst- og fjarskiptastofnun út leyfi til Netsamskipta ehf. fyrir rekstur á talsíma- og gagnaflutningsþjónustu og almenns fjarskiptanets. Leyfið er veitt samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 107/1999.Netsamskipti ehf. stóðust öll skilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar hvað varðar fjárhagsstöðu, tækjabúnað og stefnumótun vegna frekari fjarskiptaþjónustu. Meðal þeirra aðila sem fyrir hafa slíkt fjarskiptaleyfi eru Landssími Íslands, Íslandssími og Lína.Net.

Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Netsamskipti ehf. ætli að veita almenna talsímaþjónustu en leyfið er mikilvægt skref í áætlun félagsins um að auka sjálfstæði sitt sem Internetþjónustu. Fyrir nokkru úthlutaði RIPE NCC í Hollandi Netsamskiptum ehf. alþjóðlegum sjálfstæðum IP tölum og auka þessi tvö atriði verulega á sjálfstæði félagsins á samkeppnismarkaði.

Netsamskipti ehf. er samskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur meðal annars Internetþjónustuna Gjorby Internet í Reykjanesbæ, tækniþjónustuna Firmanet og hýsingarþjónustu. Markmið Netsamskipta ehf. er að stuðla að farsælum breytingum á samskiptaleiðum viðskiptavina sinna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024