Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Míla og Rafholt á Suðurnesjum í samstarf
Fimmtudagur 26. nóvember 2009 kl. 14:33

Míla og Rafholt á Suðurnesjum í samstarf

Fyrirtækið Míla ehf., sem rekur fjarskiptanet allra landsmanna, hefur ákveðið að gera breytingar á starfsemi fyrirtækisins á Reykjanesi. Breytingarnar felast í því að samið hefur verið Rafholt ehf. um að vera þjónustuaðili á svæðinu. Frá og með næstu mánaðamótum mun Rafholt taka yfir þjónustu við viðskiptavini á viðkomandi svæði. Breytingin felur í sér að starfsmenn Mílu, þrír talsins, færast til Rafholts. Þeir hafa margra ára reynslu af viðhaldi á fjarskiptakerfi Mílu á svæðinu og búa yfir mikilvægri þekkingu og reynslu á sviði fjarskipta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Rafholt ehf. var stofnað árið 2002 og er fyrirtækið með tvær starfsstöðvar, aðra á Smiðjuvegi í Kópavogi og hina á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Starfsmenn Rafholts eru 40 talsins og þar af eru 12 búsettir á Suðurnesjum. Hjá Rafholti starfa rafvirkjar og tæknimenn sem hafa reynslu og þekkingu þegar kemur að uppsetningu ýmissa kerfa, s.s. tölvukerfa, innbrots- og brunaviðvörunarkerfa, loftræstikerfa og fleiri, auk þess að hafa þekkinu á sviði ljósleiðaratenginga og almennra raflagna. Stefnt er að því að samstarf fyrirtækjanna verði til hagsbóta fyrir atvinnu á Suðurnesjunum.


Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi, önnur fjarskiptafyrirtæki tengjast neti Mílu í gegnum mismunandi lausnir, s.s. ljósleiðara og koparkerfi Mílu, sem tengir allar byggðir landsins. Hlutverk Mílu er að tengja saman einstaklinga og fyrirtæki og er miðpunktur fjarskipta á Íslandi auk þess að tengja landið við umheiminn. Míla sérhæfir sig m.a. í rekstri og ráðgjöf vegna fjarskiptakerfa, aðstöðuleigu fyrir upplýsingatækni og ýmsa þjónustu við dreifikerfi.


Míla hefur um eins til tveggja ára skeið átt í farsælu samstarfi við samstarfsaðila sína um allt land svo sem Snerpu á Ísafirði, Rafmenn á Akureyri, Rafholt Austurlandi og ýmsa smærri aðila um allt land. Þeir hafa séðum allar nýlagnir, tengingar og viðgerðir á svæðinu, svo eitthvað sé nefnt. Míla sinnir áfram uppbyggingu á fjarskiptaneti sínu, viðhaldi þess, bilanagreiningu og fleiru auk þess að sjá um þjálfun starfmanna samstarfsaðila sinna. Þessi breyting mun án efa styrkja og efla þjónustu við kerfið, segir í tilkynningu.


Mynd: Frá undirritun samninga nú áðan. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson