Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

  • Mikill áhugi á þátttöku í Hönnunarmars 2015
  • Mikill áhugi á þátttöku í Hönnunarmars 2015
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 11:19

Mikill áhugi á þátttöku í Hönnunarmars 2015

Mikill áhugi er meðal hönnuða á Suðurnesjum á þátttöku í Hönnunarmars sem fram fer helgina 12. - 15. mars n.k. en verkefnið verður kynnt á hádegisfundi í Eldey á morgun, föstudaginn 27. febrúar kl. 12 - 13:00.

Maris, hönnunarklasi Suðurnesja stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Markaðsstofu Reykjanes og Reykjanes jarðvang en yfirskrift sýningarinnar er: Upplifðu sköpunarkraftinn á Reykjanesi.

Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkefnastjóra Maris verður Reykjanesið í forgrunni sýningarinnar enda mikill kraftur á svæðinu.

„Okkur fannst tilvalið að tengja þetta við náttúruna og kraftinn sem býr á svæðinu sem mótar bæði menn og verkin þeirra. Það er mikil orka í hönnun á svæðinu og mikil gerjun hjá hönnuðum sem við viljum koma á framfæri enda er það eitt af markmiðum Maris að efla hönnun á Suðurnesjum og auka nýsköpun“.

Í dag starfa 13 hönnuðir í Maris en meðal verkefna sem klasinn hefur staðið fyrir eru hönnunarsýning í Duushúsum sumarið 2014, sýning á Ljósanótt, útgáfa á veglegu kynningarriti og skráning hönnuða í gagnagrunn svo eitthvað sé nefnt.

„Við stefnum á námskeið og fyrirlestra um vörumerki og markaðsmál í vor sem oft brennur á hönnuðum og þá er önnur sýning í farvatninu auk þess sem unnið verður að því að koma hönnun á Suðurnesjum betur á framfæri á netinu, þannig að það er spennandi ár framundan hjá Maris og viljum við hvetja sem flesta hönnuði til þess að taka þátt og nýta sér þennan stuðning“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024