Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 13. ágúst 2003 kl. 16:55

Methagnaður hjá SpKef

Methagnaður varð á rekstri Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaður fyrir skatta nam rúmum 633 m. kr. Hagnað þennan má að mestu rekja til gengishagnaðs af annarri fjármálastarfsemi. Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2003 nam 633,1 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 75,7 m. kr. á sama tímabili 2002.

Hagnaður eftir skatta nam 520,2 m. kr. samanborið við 64,6 m. kr. á sama tímabili árið áður.

Arðsemi eigin fjár var 57,4%.

Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á tímabilinu 886,4 m.kr. en það er 12,8% lækkun frá sama tímabili árið áður.

Vaxtagjöld lækkuðu einnig, eða um 16,9% frá fyrri hluta ársins 2002 og námu 531,8 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins 2003

Hreinar vaxtatekjur námu því 354,6 m.kr. samanborið við 376,3 m.kr. á sama tímabili árið áður.

Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 3,7% á tímabilinu en 4,3% á sama tímabili árið áður.

Aðrar rekstrartekjur jukust um 708,7 m. kr. og voru 828,4 m.kr. á tímabilinu.

Önnur rekstrargjöld námu alls 371,5 m.kr. og jukust um 5,4% frá sama tímabili árið áður. Laun og launatengd gjöld stóðu nánast í stað en annar almennur rekstrarkostnaður jókst um 14%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 1,91% en var 1,98% á sama tímabili árið áður.

Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var 31,4% á móti 71,1 á sama tíma árið áður.

Framlag í afskriftareikning útlána var 178,4 m.kr. en var 67,7 m.kr. á sama tímabili árið áður. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,92% en var 0,38% á sama tímabili árið áður.

Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok júní 15.169 m.kr. og er aukningin því 5,6%.

Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 15.821 m.kr. í lok júní 2003 og höfðu dregist saman um 66 m.kr. eða um 0,4%.

Í lok tímabilsins var niðurstöðutala efnahagsreiknings 19.467 m.kr. og hafði hún hækkað um 556 m.kr. eða 2,9%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok júní nam 2.279 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 466 m.kr. eða 25,7%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 14,06% e n var 9,23% á sama tíma árið áður.

Áætlanir benda til að seinni hluti ársins verði ekki jafn góður og fyrri hluti þess og skýrist það einkum af gengishagnaði af annarri fjármálastarfsemi.

Í lok tímabilsins var stofnfé 600 milljónir og voru stofnfjaraðilar 550 talsins.

Við gerð þessa ársreiknings er í meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024