Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 12. nóvember 1999 kl. 22:46

MEST AÐ GERA Í KRINGUM SMÁBÁTANA

-segir Jóhann Viðar Jóhansson sem rekur vélaverkstæði í Njarðvík Vélaverkstæði Jóhanns Viðars er staðsett við Fitjabraut í Njarðvík. Jóhann Viðar, vélsmiður, hefur rekið fyrirtækið síðan 1992 og hann segir að reksturinn hafi gengið vel. „Ég vinn mikið við viðgerðir á bátum og bílum, tek að mér alls konar nýsmíði, og í raun allt sem til fellur. Mest viðskipti eru í kringum smábátana hjá mér”, segir Jóhann Viðar og bætir við að hann sjái sjálfur um járnsmíði og allt sem viðkemur vélum en Kristján Nielsen sé eingöngu í plastinu. Kristján rekur sitt eigið fyrirtæki í Innri Njarðvík, Sólplast hf. Jóhann hefur einnig verið að selja Airsep loftinntakssíur. „Innan skamms verður skylda að hafa slíkar síur í bátum. Síurnar gera það að verkum að bátarnir menga minna og þær fara einnig betur með vélarnar”, segir Jóhann. Stoltir af Selmu Stolt Jóhanns og Kristjáns er báturinn Selma, sem er 6 tonna flatbotna hraðfiskibátur. „Við smíðuðum hann og afhentum hann fullbúinn í maí á þessu ári. Haraldur Haraldsson á Flateyri keypti bátinn og hann er mjög ánægður með hann. Við erum búnir að fá margar fyrirspurnir um að smíða fleiri báta og erum ákveðnir í að smíða annan slíkan áður en langt um líður”, sagði Jóhann Viðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024