Meistarahús framkvæmir fyrir 1 milljarð kr. á árinu
Framkvæmdir Meistarahúsa í Reykjanesbæ nema yfir 1 milljarði króna á árinu. Þetta kom fram á framkvæmdaþingi bæjarstjóra sem haldið var þann 9. mars sl.
Um er að ræða íbúðabyggingar í tveimur fjölbýlishúsaturnum við Keflavíkurhöfn, byggingar á vegum Búmanna við Víkingabraut í innri Njarðvík og raðhúsabyggð við Akurbraut í Tjarnahverfi, Innri Njarðvík.
Alls eru um 114 íbúðir í smíðum á vegum meistarahúsa.
Að sögn Einars Guðberg framkvæmdastjóra Meistarahúsa er þetta stærsta verkár fyrirtækisins hingað til en í fyrra var framkvæmt fyrir um 850 milljónir kr.
Um er að ræða íbúðabyggingar í tveimur fjölbýlishúsaturnum við Keflavíkurhöfn, byggingar á vegum Búmanna við Víkingabraut í innri Njarðvík og raðhúsabyggð við Akurbraut í Tjarnahverfi, Innri Njarðvík.
Alls eru um 114 íbúðir í smíðum á vegum meistarahúsa.
Að sögn Einars Guðberg framkvæmdastjóra Meistarahúsa er þetta stærsta verkár fyrirtækisins hingað til en í fyrra var framkvæmt fyrir um 850 milljónir kr.