Meirihlutinn treystir á Suðurnesjaverslun
Meirihluti þeirra sem tekið hefur þátt í netkosningu Víkurfrétta á Netinu segist treysta þeim verslunum sem fyrir eru á Suðurnesjum til að tryggja lágt vöruverð. Í kjölfar tíðinda sl. fimmtudag um að Hagkaup væri að fara frá Suðurnesjum og hugsanlega innkomu Bónuss á Suðurnesjamarkað spurðum við: Vilt þú fá Bónus til Suðurnesja? Mikil þátttaka var í kosningunni en kl. 09 í morgun höfðu 1544 greitt atkvæði.51% sögðust treysta þeim verslunum sem fyrir eru á Suðurnesjum til að tryggja lágt vöruverð. 31% þeirra sem kusu á netinu sögðust vilja fá Bónus til Suðurnesja og 18% sögðu nei við spurningunni.