Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Matvælamarkaður Deplu í Skansinn
Föstudagur 2. október 2009 kl. 10:08

Matvælamarkaður Deplu í Skansinn

Depla sem margir Suðurnesjamenn versla hjá, er þeir fara í Kolaportið, mun opna sölubás á nýja markaðnum "Skansinn" í Njarðvíkum (Ramma húsinu). Depla selur íslenskar matvörur af ýmsu tagi og er sérstaklega þekkt fyrir mikið úrval af harðfiski, reyktum og gröfnum laxi auk birkireykts og taðreykts silungs. Saltað hrossakjöt, britjuð hrossabjúgu og hrefnukjöt eru fastir liðir hjá þeim allt árið.

Margir sækja þangað einnig hákarl, siginn fisk og sólþurkaðan saltfisk. Opið verður laugardag og sunnudag frá 12-18.

„Við munum reyna að hafa allt úrvalið sem við bjóðum upp á í Kolaportinu hér í Skansinum,· sagði Sigurður Garðarsson hjá Deplu í tilkynningu til Víkurfrétta „og jafnvel auka það frá öðrum sem þar eru að selja, ef móttökurnar verða góðar“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024