Mangó opnar nýja verslun í Keflavík
Tískuverslunin Mangó í Keflavík hefur flutt sig um set við Hafnargötuna og opnað nýja verslun að Hafnargötu 54. Verslunin er glæsilega innréttuð, björt og falleg og vöruúrvalið er meira en á gamla staðnum.
Rakel Ársælsdóttir, eigandi Mangó, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri 20% afsláttur af öllum vörum í tilefni af opnun nýju verslunarinnar. Afslátturinn verður fram yfir páska. Þá styttist í að sumarvörurnar komi í hús og með hækkandi sól mun úrvalið í stærri stærðum aukast. Einnig ætlar Mangó í Keflavík að bjóða upp á meira úrval af fatnaði sem er saumaður sérstaklega fyrir verslunina í Keflavík
Meðfylgjandi mynd var tekin í Mangó í Keflavík í dag. Afgreiðsluborðið hefur vakið athygli og er án efa eitt það frumlegasta í verslun á Suðurnesjum í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Rakel Ársælsdóttir, eigandi Mangó, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri 20% afsláttur af öllum vörum í tilefni af opnun nýju verslunarinnar. Afslátturinn verður fram yfir páska. Þá styttist í að sumarvörurnar komi í hús og með hækkandi sól mun úrvalið í stærri stærðum aukast. Einnig ætlar Mangó í Keflavík að bjóða upp á meira úrval af fatnaði sem er saumaður sérstaklega fyrir verslunina í Keflavík
Meðfylgjandi mynd var tekin í Mangó í Keflavík í dag. Afgreiðsluborðið hefur vakið athygli og er án efa eitt það frumlegasta í verslun á Suðurnesjum í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson