Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Magnúsína fékk Icelandair flugmiða í Jólalukku Víkurrétta - 100 þús. kr. vinningur dreginn út annað kvöld
Mánudagur 22. desember 2008 kl. 12:13

Magnúsína fékk Icelandair flugmiða í Jólalukku Víkurrétta - 100 þús. kr. vinningur dreginn út annað kvöld



Magnúsína Guðmundsdóttir, Faxabraut 49 í Keflavík fékk Icelandair Evrópufarmiða í öðrum úrdrætti í Jólalukkumiðum sem skilað var í Samkaup Úrval eða Kaskó í Keflavík.
Þórey Brynja Jónsdóttir, Tunguvegi 8, Njarðvík og Elsa D. Einarsdóttir, Suðurgötu 47 í Keflavík fengu hvor um sig 20 þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval. Þá fengu þær Sólveig G. Sigfúsdóttir, Vallargötu 21 í Keflavík og Berglind Skarphéðinsdóttir 4. og 5. vinning frá Kaskó sem eru stórar Mackingtosh konfektdósir.
Icelandair farmiðinn er afhentur hjá Víkurfréttum og gjafabréfin í Samkaup Úrval.
Þetta var annar úrdráttur af þremur en eftir lokun á Þorláksmessukvöld verður lokadrátturinn. Þá verður dregið um stærsta vinninginn í Jólalukku VF í ár en það er 100 þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval. Í 2. vinning er Icelandair farmiði og í 3. og 4. vinning eru 20 þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval. Sextán aðrir heppnir lukkumiðaeigendur frá glæsilegt konfekt frá Kaskó. Það borgar sig því að  mæta með miða sem eru vinningslausir í Samkaup Úrval eða Kaskó í Keflavík. Til mikils er að vinna.
Yfir tuttugu verslanir í Reykjanesbæ bjóða upp á Jólalukku VF í ár og vinningar hafa aldrei verið fleiri en nú eru 5100 vinningar að verðmæti yfir 5 milljónir króna. Þar af eru 15 Evrópufarmiðar með Icelandair, þrjú 50 þús. kr. gjafabréf hjá Betri bæ og tuttugu 20 þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval og Kaskó í Keflavík, svo fátt eitt sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024