Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Magma Energy eignast 98% í HS Orku: Mjólkurkúin seld eða flýting á álveri?
Sunnudagur 16. maí 2010 kl. 12:12

Magma Energy eignast 98% í HS Orku: Mjólkurkúin seld eða flýting á álveri?

Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi selt frá sér mjólkurkúna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram á visir.is. Þar segir jafnframt:

Ef af sölunni verður segir Guðbrandur að hagnaður af rekstri HS Orku fari allur úr landi.

Ef samningarnir ganga eftir verður þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í nær 100 prósent eigu erlendra aðila og yrði það í fyrsta skipti sem íslenskt orkufyrirtæki væri alfarið í erlendri eigu. En þar með eignaðist Magma virkjunina í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Hagnaðarvonin er mikil segir Guðbrandur, enda sé Ásgeir Margeirsson sem áður var forstjóri Geysis Green nú forstjóri hjá Magma. Fyrir einkavæðingu var Hitaveita Suðurnesja í eigu sveitarfélaganna á svæðinu.

Í fréttum RÚV í gær sagði Árni Sigfússon að þetta gæti þýtt að bygging álvers gæti farið í gang af krafti fyrr en áætlað er. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sagði í sömu frétt að þetta væri mikið áhyggjuefni.