Lyfja kaupir verslanirnar Heilsuhúsið
Lyfja hf. hefur keypt fyrirtækið Heilsu ehf. sem rekur þrjá verslanir undir nafninu Heilsuhúsið af stofnandanum, Erni Svavarssyni. Samkaup hf. eru stór eigandi í Lyfju. Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, segir í Morgunblaðinu, Heilsu vera góða viðbót fyrir Lyfju.
„Það er spennandi að fara inn á þennan geira, því heilsufæði og lífrænt ræktaður matur skiptir sífellt meira máli í daglegri neyslu fólks. Þá samræmist það mjög vel hlutverki Lyfju að selja vörur sem stuðla að betri heilsu og vellíðan."
„Það er spennandi að fara inn á þennan geira, því heilsufæði og lífrænt ræktaður matur skiptir sífellt meira máli í daglegri neyslu fólks. Þá samræmist það mjög vel hlutverki Lyfju að selja vörur sem stuðla að betri heilsu og vellíðan."