Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Lukkulegir Startarar í Sparisjóðnum
Fimmtudagur 16. október 2003 kl. 12:07

Lukkulegir Startarar í Sparisjóðnum

Dregið hefur verið í Start sumarleiknum sem haldinn var á heimasíðu Startklúbbsins www.gottstart.is Þeir Startfélagar sem lögðu inn sumarlaunin gátu dottið í lukkupottinn og voru glæsilegir vinningar í boði fyrir þá heppnu.
4 Startfélagar fengu 3510i Nokia gsm síma. Einnig fengu margir aðrir Startfélagar bíómiða, Start bakpoka og Start boli í vinning.
Á myndinni má sjá Guðmund Ingibersson hjá Sparisjóðnum í Keflavík afhenda vinningshöfum Nokia símann. Honum á vinstri hönd er Viktor Guðnason, Helena S. Hjaltadóttir, Andri Pétur Torfason og Alexandra Ósk Sigurðardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024