Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Lífleg parketframleiðsla í Grindavík
Laugardagur 23. júní 2007 kl. 13:39

Lífleg parketframleiðsla í Grindavík

Fyrirtækið GeoPlank í Grindavík hefur á skömmum tíma náð leiðandi stöðu í harðviðarvinnslu og parketframleiðslu. Fyrirtækið hóf framleiðslu fyrir um tveimur árum en það flytur inn harðvið eins og eik, hlyn og hnotu, aðallega frá Bandaríkjunum, vinnur og flytur út vandað yfirborðsefni til nokkurra stærstu parketframleiðenda í heimi.

Hráefnið er unnið og þurrkað hjá GeoPlank, en það er einmitt einn aðalstyrkur fyrirtækisins hversu vel er vandað til þeirrar vinnu og auk þess er umtalsvert ódýrara að kynda þurrkhúsnæðið en hjá samkeppnisaðilum erlendis.
Einnig framleiðir fyrirtækið sína eigin parketlínu, Geo parket, sem nýtur síaukinna vinsælda.

Nánari umfjöllun um GeoPlank verður að finna í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Hér má sjá heimasíðu fyrirtækisins www.geo.is

VF-mynd/Þorgils - Jón Gauti Dagbjartsson, sölustjóri, GeoPlank með framleiðsluna í baksýn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024