Líf og fjör í Bókabúðinni
Skólabókaflóðið er hafið! Mikil örtröð hefur verið í Bókabúð Keflavíkur/Pennanum í allan dag, enda bókalistar komnir frá öllum grunn- og framhaldsskólum. Fólk var í öllum hornum að velja sér stílabækur, ritföng og jafnvel ný pennaveski á meðan aðrir voru á skiptibókamarkaði og gerðu góð kaup.Þorsteinn Marteinsson verslunarstjóri og hans fólk er vel undirbúið enda má búast við törn í nokkra daga á meðan skólafólk er að "vígbúast" fyrir veturinn. Það eru ekki alltaf jólin - því nú er það skólinn!
Myndina tók Hilmar Bragi í bókabúðinni í dag þar sem þessi unga dama var í þungum þönkum yfir skólainnkaupunum.
Myndina tók Hilmar Bragi í bókabúðinni í dag þar sem þessi unga dama var í þungum þönkum yfir skólainnkaupunum.