Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:54

LEIKTÆKJASMIÐJA Á IÐAVÖLLUM Í KEFLAVÍK

Mikill uppgangur hefur verið í stofnun fyrirtækja hér á Suðurnesjum undanfarið. Eitt þessara nýju fyrirtækja er Barnagaman að Iðavöllum 3 í Keflavík. Eigendur þess eru hjónin Gunnar Ingimundarson, járnsmiður, og Linda Gústafsdóttir úr Sandgerði. Hvernig fyrirtæki er Barnagaman? ,,Þetta er læktækjasmiðja og við smíðum alls konar leiktæki eftir pöntun. Þau eru að mestu úr tré og smíðuð eftir evrópskum öryggisstöðlum. Við notum eingöngu íslenskar vörur og smíðum allt sjálf. Hvað kom til að þið keyptuð þetta fyrirtæki? ,,Ég sá auglýsingu í Mogganum og ákvað að slá til. Við stofnuðum svo fyrirtækið þann 5.júlí sl. Þetta fyrirtæki var í Kópavogi en það brann í vor. Þá skemmdist allur leiktækjalagerinn en við erum nú að gera við vélarnar og tækin. Skapalónin sluppu ágætlega en það þurfti líka að laga þau. Við keyptum semsagt reksturinn, nafnið og það sem eftir var af tækjum og tólum.” Hvers vegna fluttuð þið fyrirtækið til Keflavíkur? ,,Okkur fannst það hentug staðsetning því bæði BYKO og Húsasmiðjan eru í næsta nágrenni.” Hvernig hafa Suðurnesjabúar tekið ykkur? ,,Mjög vel, ég get ekki annað en verið bjartsýnn á reksturinn. Það er töluvert mikið pantað en það eru samt ekki allir sem vita af okkur ennþá.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024