Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:54

LANDSBANKINN OG ÍSLANDSPÓSTUR Í SAMSTARF Í SANDGERÐI

Ákveðið hefur verið að Landsbankinn og Íslandspóstur hefji samstarf í nýju húsnæði Landsbankans í Sandgerði þegar líður á nóvembermánuð. Hið nýja húsnæði er staðsett að Suðurgötu 2-4 þar sem Íslandspóstur er nú til húsa. Núverandi húsnæði Landsbankans er orðið gamalt og hentar illa fyrir nútíma bankastarfsemi auk þess sem húsið er á tveimur r hæðum. Miklar breytingarverða gerðar á hinu nýja húsnæði og verður húsnæðið hið glæsilegasta eftir breytingar, m.a. verður komið fyrir nýju afgreiðslukerfi, starfsmenn fá nýjan tölvubúnað auk þess sem allar innréttingar verða endurnýjaðar. Með nýju afgreiðslukerfi minnkar pappírsnotkun, afgreiðsluhraði eykst og á sama tíma verður öryggið meira. Vegna endurbóta á hinu nýja húsnæði mun starfssemi Íslandspóst flytjast tímabundið í núverandi húsnæði Landsbankans. Þetta mun gerast frá og með mánudeginum 25. október n.k. þar til að flutt verður í hið nýja húsnæði sem er áætlað mánudaginn 22. nóvember n.k. Viðskiptavinir beggja fyrirtækja eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem hugsanlega geta orðið vegna þess tímabundna ástands. Samstarf Landsbankans og Íslandspósts verður með þeim hætti að öll almenn bankaþjónusta og póstþjónusta verða á einum og sama stað. Landsbankinn og Íslandspóstur vilja leggja áherslu á að enginn skerðing verður á þjónustu til viðskiptavina Landsbankans og Íslandspósts.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024