Kynntu nýjan Chevrolet Tosca
Bílahornið hjá Sissa kynnti í gærkvöldi nýjan Chevrolet Tosca og fengu boðsgestir að reynsluaka bifreiðinni sem er lipur og rúmgóð.
Hluti af staðalbúnaði Chevrolet Tosca er eru 17” álfelgur, bakkskynjari, sjálfvirkur birtustillir í baksýnisspegli, leðurklædd sæti og stýrishjól. Blaðamaður Víkurfrétta reynsluók bifreiðinni sem er 145 hestöfl.
Tosca er óvenjulegur að því leiti að hann kemur með 6 sílindra þverstæðri línuvél sem geriri bílinn einstaklega hljóðlátan. Tölvustýrð spólvörn er í bílnum ásamt ABS hemlalæsivörn. Verðmiðinn á Chevrolet Tosca er 3.030.000 krónur.
VF-myndir/ [email protected]
Mynd 1: Sigurvin Jón Kristjánsson, eigandi Bílahornsins hjá Sissa við Chevrolet Tosca sem kynntur var í gær.
Mynd 2: Eins og sést þá er skottið á bifreiðinni rúmgott.
Mynd 3: Þverstæð línuvél í Tosca