Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:53
KYNNINGARFUNDUR UM KANADAHÚS
Kynningarfundur vegna kanadísku einingahúsanna sem verið er að reisa á Berginu í Keflavík verður á Glóðinni á laugardag kl. 16. Fulltrúi framleiðanda verður á staðnum og mun veita upplýsingar um allt sem varðar byggingu svona húsa, s.s. stuttan byggingartíma, verð og teikningar.