Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

KPMG fundar í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 3. febrúar 2015 kl. 15:01

KPMG fundar í Reykjanesbæ

– um breytingar á skattalögum.

KPMG verður með skattafróðleik í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ miðvikudaginn 4. febrúar kl. 9:00. Á fundinum verður fjallað um þær breytingar á lögum um tekjuskatt og virðisaukaskatt sem gerðar voru á síðasta ári.

Ertu í ferðaþjónustu?
Sérstök athygli er vakin á því að breytingar sem gerðar voru á lögum um virðisaukaskatt hafa mjög mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Farið verður yfir þessar breytingar og áhrif þeirra.

Skattlagning einstaklinga sem starfa erlendis
Ert þú að vinna erlendis hluta úr ári eða allt árið en ert búsett/búsettur á Íslandi? Hvernig skal þá haga skattamálunum?

Viltu ræða málin við skattasérfræðing okkar?
Að fundi loknum gefst tækifæri til að ræða við skattasérfræðinga KPMG og fara yfir þau skattatengdu málefni sem brenna á þeim án endurgjalds.

Á fundinum verður boðið upp á léttan morgunverð og er þátttaka án endurgjalds, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024