Kósýkvöld í verslunum í kvöld
Jólaverslun hefur farið ágætlega af stað á Suðurnesjum en fjöldi verslana verður með opið til kl. 22 í kvöld, fimmtudag. „Þetta hefur gengið vel undanfarin ár og góð jólastemmning myndast,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, kaupkona í Kóda í Keflavík í samtali við VF.
Léttar veitingar verða í boði og góð tilboð. „Við hvetjum fólk til að kíkja til okkar og gera góð kaup í jólastemmningu,“ sagði Kristín.