Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Kjúklingasalatið vinsælast á Langbest
    Kjúklingasalatið vinsæla.
  • Kjúklingasalatið vinsælast á Langbest
    Veitingahúsið Langbest á Ásbrú.
Fimmtudagur 5. maí 2016 kl. 05:00

Kjúklingasalatið vinsælast á Langbest

Veitingahúsið Langbest hefur verið starfrækt á Ásbrú undanfarin ár við miklar vinsældir. Langbest hóf starfsemi við Hafnargötu fyrir mörgum árum en þegar varnarliðið fór og Ásbrú varð hluti af Reykjanesbæ þá opnaði Langbest útibú á Ásbrú. Langbest rak þá tvo staði, annan við Hafnargötu en hinn á Ásbrú.

Langbest á Ásbrú hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi og fyrir nokkrum árum tóku þau Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir, eigendur staðarins, þá ákvörðun að loka staðnum við Hafnargötu og setja alla áherslu á Langbest á Ásbrú. Vinsældir staðarins hafa aukist ár frá ári og um síðustu áramót var skipulagi staðarins á Ásbrú breytt þannig að nú komast mun fleiri í sæti en áður.

Pizzur hafa verið aðalsmerki Langbest en annar réttur hefur verið vaxandi á matseðlinum. Það er kjúklingasalatið en hróður þess hefur spurst út og nýtur salatið nú mikilla vinsælda og fjölmargir koma um langan veg til að fá sér kjúklingasalat á Langbest.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024