Kemur okkur á kortið í flugheiminum
"Þessi samningur kemur okkur á kortið í flugsamgöngum í heiminum í dag", sagði Kristbjörn Albertsson, framkvæmastjóri Suðurflugs efh. en samningur milli fyrirtækisins og Baysops Europe Ltd. sem er stærsti þjónustuaðili eða "ferðaskrifstofa" fyrir einka- og ferjuflugvélar í heiminum í dag.Suðurflug sem nýlega fékk starfsleyfi til að þjónusta flugvélar allt að 27 tonnum að stærð hefur komið upp veglegri aðstöðu í nýrri 1500 fermetra þjónustumiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Tim Lester, framkvæmastjóri Baysops sagði að þessari aðstöðu Suðurflugs væri fagnað enda glæsileg. "Við erum í beinum tengslum við yfir 300 aðila sem eru í háloftunum á minni flugvélum. Þeir leita til okkar eins og fólk leitar til ferðaskrifstofa og við útbúum flugplön og mælum með því að þeir stoppi á ákveðnum stöðum, t.d. til að taka eldsneyti. Ísland er miðhlekkur í flugi yfir hafið en margir hafa forðast að stoppa hér því þeir hafa ekki verið ánægðir með aðstöðu sem í boði hefur verið".
Tim sagðist búast við verulegri aukningu umferðar hér í kjölfar þess að Suðurflug hefði lokið við að útbúa þessa góðu aðstöðu. Á síðasta ári voru á þriðja þúsund einka- og ferjuflugvélar sem lentu í Keflavík. Svipuð tala er fyrir Reykjavíkurflugvöll. Tim sagði einnig að verð á eldsneyti væri hagstætt hér sem gæti haft áhrif því þetta væri stór kostnaðarliður en aðal málið væri þó aðstaðan sem væri boðið upp á.
Kristbjörn Albertsson sagði að líklega yrði skrifað undir annan samning við annað fyrirtæki sem sömuleiðis er stórt og virt á þessu sviði.