Keflavíkurverktakar stofna dótturfélag í Bandaríkjunum
Keflavíkurverktakar hf. hafa stofnað dótturfélag í Bandaríkjunum. Félagið heitir Keflavik Contractors Norfolk Ltd og er aðsetur þess á Virginia Beach í Norfolk í Virginíuríki.
Lögmaður félagsins er Robert Reed hjá lögmannsstofunni Williams Mullen, Clark & Dobbins í Norfolk, endurskoðendur Deloitte & Touch í Richmond í Virginíurríki og banki félagsins er SunTrust Bank, Hampton Roads í Norfolk.
Dótturfélagið mun fyrst um sinn sjá um innkaup fyrir Keflavíkurverktaka hf í Bandaríkjunum og Kanada. Stofnun þess sé tilkomin til að hagræða og losna við dýra milliliði í Bandaríkjunum en Keflavíkurverktakar kaupa mikið af vörum frá Bandaríkjunum vegna starfa fyrirtækisins fyrir Varnarliðið.
Eisch Holding á nú 40,4% í Keflavíkurverktökum
Eisch Holding SA keypti á mánudag hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. að nafnvirði kr. 65.555.448. Samkvæmt tilkynningu til Verðbréfaþings er eignarhlutur Eisch Holding er nú 40,4% eða 128.355.448 krónur að nafnvirði en var áður 20,1% eða 62,8 milljónir að nafnvirði. Eigandi Eisch Holding SA er Bjarni Pálsson. Ekki er ólíklegt í ljósi þessara stóru viðskipta að Bjarni muni óska eftir hluthafafundi fljótlega.
Lögmaður félagsins er Robert Reed hjá lögmannsstofunni Williams Mullen, Clark & Dobbins í Norfolk, endurskoðendur Deloitte & Touch í Richmond í Virginíurríki og banki félagsins er SunTrust Bank, Hampton Roads í Norfolk.
Dótturfélagið mun fyrst um sinn sjá um innkaup fyrir Keflavíkurverktaka hf í Bandaríkjunum og Kanada. Stofnun þess sé tilkomin til að hagræða og losna við dýra milliliði í Bandaríkjunum en Keflavíkurverktakar kaupa mikið af vörum frá Bandaríkjunum vegna starfa fyrirtækisins fyrir Varnarliðið.
Eisch Holding á nú 40,4% í Keflavíkurverktökum
Eisch Holding SA keypti á mánudag hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. að nafnvirði kr. 65.555.448. Samkvæmt tilkynningu til Verðbréfaþings er eignarhlutur Eisch Holding er nú 40,4% eða 128.355.448 krónur að nafnvirði en var áður 20,1% eða 62,8 milljónir að nafnvirði. Eigandi Eisch Holding SA er Bjarni Pálsson. Ekki er ólíklegt í ljósi þessara stóru viðskipta að Bjarni muni óska eftir hluthafafundi fljótlega.