Keflavíkurflugvöllur sjöundi besti litli flugvöllurinn
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík lenti í sjöunda sæti á lista World Airport Awards yfir bestu flugstöðvarnar með færri en fimm milljónir farþega á ári.
Verðlaunin, sem veitt eru af Skytrax Research í London, hafa verið veitt á hverju ári frá 1999 og byggja á tilnefningum og umsögnum 12,1 milljóna flugfarþega. Við mat á flugvöllum er tekið tillit til innritunar, verslunar, öryggis auk fleiri þátta, segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins.