KEF bætir við hádegisopnun
„Við höfum nú opnað KEF resturant í hádeginu og bjóðum Suðurnesjamenn velkomna í hádegismat til okkar,“ segir Magnús Ólafsson, veitingastjóri á KEF resturant á Hótel Keflavík.
Veitingastaðurinn fékk skemmtilega andlitslyftingu nýlega og hefur að undanförnu boðið upp á fjölbreyttan matseðil og „happy hour“ seinni partinn og um helgar en nú hefur hádegisopnun verið bætt við.
Magnús segir að það verði opið á hádeginu alla virka daga og allir réttir verði á 2.100 kr. og kaffi á 300 kr. „Við verðum með áherslu á fisk og franskar á fimmtudögum og Lamb bearnaise á föstudögum. Svo eru alltaf einhver fleiri tilboð í gangi. Viðtökurnar við staðnum hafa verið mjög góðar og við vonumst til að geta þjónað Suðurnesjamönnum sem best,“ sagði Magnús veitingastjóri.